Meðferð persónupplýsinga

1. Vefverslun

Þegar þú kaupir vörur í vefverslun okkar þarftu að gefa upp kreditkortaupplýsingar og aðrar persónuupplýsingar. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar til að hægt sé að inna greiðslu af hendi og senda vörurnar heim til þín.

2. Sjálfvirk upplýsingaöflun

Auk persónuupplýsinga sem þú gefur upp söfnum við líka upplýsingum sjálfkrafa með vefkökum (vefkökur eru skrár sem við sendum til tölvunnar þinnar). Við notum vefkökur aðallega til að gera heimasíðuna ánægjulegri í notkun. Þær sýna okkur líka hvað notendur skoða á síðunni okkar sem auðveldar okkur að gera hana enn þægilegri.

3. Netföng

Þegar þú skráir þig á póstlistann okkar fer netfangið þitt á póstlista. Þú getur skráð þig af póstlistanum með því að smella á vefslóð í pósti sem sendur er á netfangið þitt.

4. Hvernig meðhöndlum við upplýsingar um þig?

Það sem þú deilir með okkur fer ekki lengra!

Rétt eins og þú, þá þolum við ekki ruslpóst. Þess vegna ábyrgjumst við að selja aldrei persónuupplýsingar þínar til ótengdra aðila.

Stundum þurfum við að fá til liðs við okkur utanaðkomandi aðila sem hjálpa okkur við að veita ákveðna þjónustu. Í sumum tilvikum þurfum við að deila með þessum fyrirtækjum upplýsingum sem þau þurfa til að geta veitt okkur og á endanum viðskiptavinum okkar, þjónustu. Við þurfum t.d. að láta flutningsaðila fá heimilisfangið þitt svo að hann geti sent vörurnar þínar heim til þín.

Við takmörkum persónuupplýsingar sem slíkum fyrirtækjum er veitt og þeim er aðeins veittur aðgangur að persónuupplýsingum þínum í þeim tilgangi að veita slíka þjónustu. Við veitum þessum aðilum strangt eftirlit til að tryggja friðhelgi viðskiptavina okkar.

Með því að gefa upp annað heimilisfang en þitt eigið gengst þú við því að hafa til þess leyfi frá þeim sem veita á vörunni viðtöku.

Athugið: Greiðsluupplýsingar eru ætíð sendar um örugga greiðslusíðu sem hlotið hefur vottun.