Nýjar höfuðstöðvar Icelandair

Mikil ánægja með NEXO ID hljóðkerfi í nýjum höfuðstöðvum Icelandair

Nýverið sameinaði Icelandair starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu í nýjum höfuðstöðvum á Flugvöllum í Hafnarfirði. Þar er m.a. annars að finna nýjan flughermi og viðbótaraðstöðu fyrir þjálfun flugmanna og flugliða, ásamt nýrri skrifstofuaðstöðu með glæsilegum sal og fjölnota rýmum fyrir fundi, kynningar og viðburði. Frammúrskarandi gæði og sveigjanleiki voru tvö af lykilmarkmiðunum við hönnun og uppsetningu þessara kerfa.

Fjölnotasalur í höfuðstöðvum Icelandair

Í öllum rýmum eru QSC-stýringar fyrir stóra LG skjái, WyreStorm myndstýringar, DPA og MiPro hljóðnemar, ásamt myndavélum og hljóðkerfum.

Exton ráðlagði að NEXO ID hljóðkerfalínan yrði valin fyrir öll rými, allt frá stóra samkomusalnum niður í smærri rými og útkoman fór langt fram úr væntingum starfsmanna Icelandair – sama hvort litið sé til hljómgæða, útlits eða kostnaðar við uppsetningu.

Hljóðkerfið í samkomusalnum samanstendur af sex ePS10 hátölurum undir svölum, tveimur NEXO L15 botnum fyrir LF og NEXO NXAMPMk2 kraftmagnara með TD stýringu og DSP hljóðvinnslu:

„Upphafleg kröfulýsing gerði ráð fyrir að nota þyrfti „line array“ hátalara fyrir samkomusalinn, en hermilíkön sýndu að NEXO ePS kerfið hentaði fullkomlega fyrir rýmið og hefði um leið mun minni sjónræn áhrif í svo fallega hönnuðu rými.“

Icelandair notar nú þegar samkomusalinn fyrir stærri og fjölbreyttari viðburði en upphaflega var gert ráð fyrir, með fullvissu um að hljóðkerfið skili því sem þarf undir ólíkum kringumstæðum.

Í öðrum rýmum urðu fyrir valinu NEXO ID14-hátalarar, innfeldir í rimlaloft, ásamt földum IDS108 botnum og nýju NEXO nanoNXAMP kraftmagnararnir með TD stýringu og DSP hljóðvinnslu.

„Ég var einstaklega ánægður með hversu vel ID14 hátalararnir komu út í þessu rými. Talað mál hljómar mjög opið og framúrskarandi skýrt. Í samvinnu við Verkhönnun þróuðum við uppsetningarlausn sem fullnægði kröfum arkitektsins án þess að skerða hljómburð.“

„Jafnvel á lágum hljóðstyrk tryggir IDS botnar hljómmikla dýpt og styðja þannig afar vel við ID14 hátalarana.“

Aðspurður hvort viðskiptavinurinn væri ánægður með útkomuna svaraði Asaf kíminn: „Ég er tiltölulega nýkominn til Íslands og íslenska er enn ekki mín sterkasta hlið. En allir sem heyra hljómgæðin í nýju kerfunum brosa út í eitt og það tungumál skilja allir.“

Okkur hjá Exton var sönn ánægja að koma að þessu verkefni og óskum starfsmönnum Icelandair til hamingju með glæsileg húsakynni.

Add Your Heading Text Here

Deila:

Facebook
Twitter
Pinterest
LinkedIn
Smelltu

Tengdar fréttir

Nýstárleg trusskerfi frá HOF

Exton er opniber dreifingaraðili HOF á Íslandi Nýverið tók Exton við sem opinber dreifingaraðili fyrir vörulínur HOF, þar með talið MLT Pre Rig truss sem eru