Færri hátalarar – Aukin hljómgæði – Bætt upplifun – Einföld uppsetning
Spottune umbyltir upplifun viðskiptavina veitingastaða, hótela, bara, verslana og annara þjónusturýma með nýstárlegu „snjall-hljóðkerfi.“
Óaðfinnanleg 360˚ hljóðdreifing
Með OmniSound, eigin þráðlausri tækni, býður Spottune kerfið upp á óaðfinnanlega 360˚ hljóðþekju sem hæglega fyllir 75m² með hverjum stökum hátalara.
Þannig má skapa örvandi umhverfi með bættum hljóðgæðum sem jafnt gestir þínir og starfsfólk fá notið.
Eigin senditíðni
Hátalarar eru á eigin senditíðni sem er fyrir utan WiFi og truflast því ekki af hefðbundnum net- og Bluetooth tækjum.
Einfalt í uppsetningu
Hátalarar Spottune eru þráðlausir og hægt að setja beint í hefðbundnar ljósabrautir, sem einfaldar uppsetningu til muna.
Innbyggt umsjónarkerfi gefur möguleika á svæðaskiptingum, tengingu við spilunarlista, eigin auglýsingar og tilkynningar ásamt hljóðnema eða öðrum tækjum sem þegar eru til staðar.
Ótrúlega stuttan tíma tekur að setja upp hverja einingu, tengjast netinu og stilla kerfið af eftir þínu þörfum – þar með er allt klappað og klárt.