Hisense

Hisence Comercial display logo. Exton er umboðs og þjónustuaðili á Íslandi.

Hisense

Exton er umboðs og þjónustuaðili fyrir Hisense Comercial skjái á Íslandi. 

Þegar kemur að því að velja skjái fyrir fyrirtæki þar sem skjáirnir þurfa að þola álagið við langvarandi notkun þá er Hisense vörumerki sem óhætt er að treysta á.

Hisense

Hisense vinnur markvisst að því að starfa með umhverfisvænum og sjálfbærum hætti. Það sem kann að virðast lítið í okkar augum getur haft mikil áhrif fyrir jörðina og komandi kynslóðir. Þegar þú velur Hisence þá ert þú að velja umhverfisvæna lausn. Hér til hliðar er  kynningarmyndband um ESG og þau skref sem við tökum til að stuðla að jákvæðum breytingum fyrir umhverfið. Fyrir frekari upplýsingar má nálgast Hisense ESG-skýrsluna hér.“

Atvinnulausnir fyrir stöðuga notkun

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval skjálausna frá Hisense sem fanga athygli áhorfenda og skapa einstaka, gagnvirka upplifun fyrir notendur. Hvort sem um er að ræða viðburðarrými, fundarherbergi, verslunarglugga eða íþróttamannvirki – inni eða úti – þá býður Hisense upp á atvinnuskjái í fremstu röð sem magna upplifunina og koma skilaboðum á framfæri með afar skýrum hætti.

Skjáir fyrir íþróttamannvirki

Upplifun í heimsklassa

Með Hisense lausnum náum við að skapa upplifanir á heimsmælikvarða. Skjálalausnir okkar skila óviðjafnanlegum birtustyrk og eru einfaldar í uppsetningu og notkun. Sterkar, sveigjanlegar og áreiðanlegar lausnir, hannaðar fyrir nánast hvaða umhverfi sem er, gera Hisense að fullkomnum valkosti fyrir stórviðburði og framsetningu þar sem ekkert má klikka.

Hugsaðu stórt með okkur

Hisense var stofnað árið 1969 og hefur á meira en fimm áratugum vaxið í alþjóðlegt rafeindavörumerki sem nú starfar með yfir 80.000 manns og selur vörur sínar í 130 löndum. Sterk áhersla Hisenser á vörþróun og hagkvæmni hefur gert Hisense að þeim skjáframleiðanda í heiminum sem vex hraðast í  heiminum. Skjálausnir Hisense fyrir atvinnuumhverfi skila framúrskarandi frammistöðu og áreiðanleika með hagkvæmum hætti.

Auglýsingaskjáir frá Exton. Exton býður úrval af auglýsingaskjáum til að vera með innandyra og utandyra.

Öflug og sveigjanleg stjórnkerfi

VisionInfo frá Hisense er skýjalausn fyrir stafrænar upplýsingaskjái sem er sveigjanleg, hagkvæm og óendanlega stigstækkanleg fyrir notendur. VisionInfo býður upp á öflugt efnisstjórnunarkerfi (CMS) og háþróaða fjarstýringu á skjám. Lausnin veitir notendum fullt frelsi til að breyta og birta efni og tryggir jafnframt að það birtist á sem bestan hátt á öllum skjám kerfisins. Þetta er kraftmikið, áhrifaríkt og auðvelt verkfæri til að stjórna efni og hafa fulla stjórn á skjánum — hvenær sem er og hvar sem er.

Visio info stjórnbúnaður fyrir stafræna upplýsingaskjái og auglýsingaskjái

Öflugar kynningarleiðir

Áhrifaríkar kynningarmyndir og myndbönd geta verið afar hagkvæm og áhrifarík leið til að vekja athygli viðskiptavina og draga þá í viðskipti. Verslanir t.a.m. sem birta vel hannað auglýsinga og kynningarefni draga til sín aukinn fjölda viðskiptavina.