Posted on

Nýtt hjá Exton – Bluesound Professional hljóðstýringar

Bluesound Professional hljóðstýringar

Exton getur nú boðið öflugar hljóðstýringar með nettengdum hátölurum frá Bluesound Professional sem henta fyrir verslanir, bari, veitingastaði, hótel, líkamsræktarstöðvar og önnur þjónusturými.

Streyma beint frá tónlistarveitum eða hljóði frá öðru búnaði

Með kerfinu er einfalt að streyma spilunarlistum beint frá tónlistarveitum eða hljóði frá inngangseiningum, s.s. hljóðnema eða öðrum búnaði sem tengur er við hljóðkerfið. Hátalarar eru nettengdir og hægt að spennufæða yfir netstreng (PoE) sem einfaldar og dregur úr kostnaði við uppsetningu.

BluOS stjórnkerfi Bluesound Professional gerir þér kleift að skipta rýmum upp í ólík hljóðsvæði stýra hverju fyrir sig með BluOS appi eða samþætta kerfið við helstu stjórnkerfi, t.d. Q-SYS og Crestron. Að sama skapi er einfalt að stækka kerfið eða aðlaga breyttum þörfum.

Bluesound Professional byggir á BluOS, margverðlaunuðu fjölsvæða hljóðstýrikerfi, sem er innbyggt í fjölda stjórntækja, netspilara, magnara og hátalara. Fyrir vikið er einfalt að setja upp kerfið, stilla eftir þörfum og nota.