Posted on

Mikil ánægja með NEXO ID hljóðkerfi í nýjum höfuðstöðvum Icelandair

Nýjar höfuðstöðvar Icelandair

Nýverið sameinaði Icelandair starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu í nýjum höfuðstöðvum á Flugvöllum í Hafnarfirði. Þar er m.a. annars að finna nýjan flughermi og viðbótaraðstöðu fyrir þjálfun flugmanna og flugliða, ásamt nýrri skrifstofuaðstöðu með glæsilegum sal og fjölnota rýmum fyrir fundi, kynningar og viðburði. Frammúrskarandi gæði og sveigjanleiki voru tvö af lykilmarkmiðunum við hönnun og uppsetningu þessara kerfa.

Fjölnotasalur í höfuðstöðvum Icelandair

Í öllum rýmum eru QSC-stýringar fyrir stóra LG skjái, WyreStorm myndstýringar, DPA og MiPro hljóðnemar, ásamt myndavélum og hljóðkerfum.

Exton ráðlagði að NEXO ID hljóðkerfalínan yrði valin fyrir öll rými, allt frá stóra samkomusalnum niður í smærri rými og útkoman fór langt fram úr væntingum starfsmanna Icelandair – sama hvort litið sé til hljómgæða, útlits eða kostnaðar við uppsetningu.

Hljóðkerfið í samkomusalnum samanstendur af sex ePS10 hátölurum undir svölum, tveimur NEXO L15 botnum fyrir LF og NEXO NXAMPMk2 kraftmagnara með TD stýringu og DSP hljóðvinnslu:

„Upphafleg kröfulýsing gerði ráð fyrir að nota þyrfti „line array“ hátalara fyrir samkomusalinn, en hermilíkön sýndu að NEXO ePS kerfið hentaði fullkomlega fyrir rýmið og hefði um leið mun minni sjónræn áhrif í svo fallega hönnuðu rými.“

Icelandair notar nú þegar samkomusalinn fyrir stærri og fjölbreyttari viðburði en upphaflega var gert ráð fyrir, með fullvissu um að hljóðkerfið skili því sem þarf undir ólíkum kringumstæðum.

Í öðrum rýmum urðu fyrir valinu NEXO ID14-hátalarar, innfeldir í rimlaloft, ásamt földum IDS108 botnum og nýju NEXO nanoNXAMP kraftmagnararnir með TD stýringu og DSP hljóðvinnslu.

„Ég var einstaklega ánægður með hversu vel ID14 hátalararnir komu út í þessu rými. Talað mál hljómar mjög opið og framúrskarandi skýrt. Í samvinnu við Verkhönnun þróuðum við uppsetningarlausn sem fullnægði kröfum arkitektsins án þess að skerða hljómburð.“

„Jafnvel á lágum hljóðstyrk tryggir IDS botnar hljómmikla dýpt og styðja þannig afar vel við ID14 hátalarana.“

Aðspurður hvort viðskiptavinurinn væri ánægður með útkomuna svaraði Asaf kíminn: „Ég er tiltölulega nýkominn til Íslands og íslenska er enn ekki mín sterkasta hlið. En allir sem heyra hljómgæðin í nýju kerfunum brosa út í eitt og það tungumál skilja allir.“

Okkur hjá Exton var sönn ánægja að koma að þessu verkefni og óskum starfsmönnum Icelandair til hamingju með glæsileg húsakynni.

Add Your Heading Text Here

Posted on

iPad Dame Wall Home 2.0 frá Displine vekur athygli

iPad Dame Wall Home 2.0 frá Displine

iPad Dame Wall Home 2.0 veggfesting sem gælir við augað

iPad Dame Wall Home 2.0 frá Displine vekur athygli fyrir einfaldan glæsilegan stíl og fjölhæfni, hvort sem hún er í eldhúsinu, stofunni eða skrifstofunni – iPad veggfestingin er með snúningseiningu og fellur óaðfinnanlega inn í hvaða rými sem er.

Ramminn í Dame Wall Home 2.0 er ótrúlega nettur og fellur fullkomlega að iPad forminu og kemur með útskiptanlegu Alcantara® innleggi sem auk þess að styðja við bakhlið tækisins, fæst í margvíslegum litum sem fallið geta vel að þínu rými. Fágað hönnunarverk sem uppfyllir allar væntingar nútímalífs og býður upp á stórkostlega lausn fyrir alla sem meta hönnun, virkni og gæði.

Displine hlaut German Designer Award 2025 fyrir Dame Wall Home 2.0 skeri sig úr fyrir nýsköpun, gæði og fagurfræði.

Posted on

Nýstárleg trusskerfi frá HOF

Exton er opniber dreifingaraðili HOF á Íslandi

Nýverið tók Exton við sem opinber dreifingaraðili fyrir vörulínur HOF, þar með talið MLT Pre Rig truss sem eru nýjung hér á landi.

„Með þessu samstarfi höfum við sterkan aðila við okkar hlið til að ýta undir HOF á Íslandi“

Viðbót við vöru- og þjónustuframboð Exton

Vörulínur HOF munu styðja vel við núverandi vöru- og þjónustuframboð hjá Exton. Ekki síst hjá leigudeild Exton sem býr yfir mikilli reynslu og býður upp á sérsniðnar lausnir fyrir viðburðaiðnaðinn – með hágæða búnaði og tækni fyrir viðburði af öllu tagi.

Samstarfið við Exton gerir HOF kleift að staðsetja sig enn betur varðand uppsetningar fyrir hvers lags sýningar og viðburði, allt frá sýningarhöllum og viðburðahúsum til til smærri sviðshúsa og samkomusala.

„Við kunnum að meta nýstárleg trusskerfi HOF sem bjóða upp á fullkomna lausn fyrir stærri viðburði. Háþróuð MLT Pre Rig truss hjálpa sérstaklega til við að lágmarka uppsetningartíma og fyrirhöfn“

MLT Pre Rig, CJS og Excelent Line

Til að byrja með verður áherslan á MLT Pre Rig Truss og hefðbundnum truss-lausnum. Síðar verða CJS og Excellent Line vörumerkin einnig í boði hjá Exton.

Posted on

Tækjaleiga HljóðX uppfærir í grandMA3 light

grandMA3 light frá MA Lighting

Nýtt grandMA3 light ljósaborð afhent til HljóðX

Starfmenn HljóðX hafa langa reynsu af grandMA ljósaborðum frá MA Lighting. Á dögunum tóku Örn Ingólfsson og Ísak Örn Guðmundsson við nýju grandMA3 light borði sem bætist við leigulagerinn hjá HljóðX.

Við hjá Exton óskum þeim til hamingju.

Vinnuhestur

The grandMA3 light console is the work-horse of the range. It provides the perfect combination of power and physical size. The grandMA3 light console is suitable for all but the most demanding productions, making it probably the most versatile lighting console available.

Featuring 60 physical playbacks, 16 assignable x-keys and a dedicated master area the grandMA3 light console provides plenty of playback options.

Huge multi-touch screen real-estate provides instant access to programming tools and is fully configurable to suit individual needs. The two letterbox screens are context sensitive and dedicated to providing feedback and options for the grandMA3 light console playback and encoder hardware.

The grandMA3 light console includes 16 384 control parameters as standard, ensuring that it is the perfect base platform for the world’s most prestigious entertainment lighting applications. The system size is scalable to 250 000 parameters with the use of additional grandMA3 processing units.

The grandMA3 light is compatible with grandMA2 and grandMA3 software. The hardware is ergonomically optimized and can be considered a silent version by default.

Nýtt notendaviðmót með áherslu á hraðari vinnslu

The grandMA3 lighting control consoles offer a fresh user interface with an optimized command area for intuitive and fast access.

The grandMA3 consoles features dual encoders, which provide users with intuitive control of additional features and functions. Feature-mapping of the dual encoders will be customizable, facilitating ease of use and faster programming.

Long-life motorized playback faders are used across the entire grandMA3 console range. The faders incorporate a color-changing light pipe. All playbacks have direct access to button pushes as well as intensity and timing changes thanks to the new rotary RGB backlit encoders.

The grandMA3 operating system is completely new and has been designed to feel more welcoming to fresh converts without alienating existing grandMA programmers. Extensive user feedback has been incorporated to ensure the new functionality address’ the real world needs of the MA family.

Features

  • Real-time control for up to 250 000 parameters per session in connection with grandMA3 processing units
  • 6 DMX outputs, 1 DMX input
  • 2 internal foldable monitor multi-touch screens
  • 2 internal letterbox multi-touch screens
  • 2 internal multi-touch command screens
  • 2 external multi-touch screens can be connected
  • 41 rotary RGB backlit encoder
  • 5 backlit dual encoders
  • 15 backlit motorized 60 mm faders
  • 60 separate playbacks
  • 16 assignable x-keys
  • Integrated keyboard drawer
  • Built-in uninterruptible power supply (UPS)
  • 3 etherCON connectors, 6 USB connectors
  • 2 backlit motorized A/B faders 100 mm
  • Individually backlit and dimmable silent (clickless) keys