Lengri ómtími en í kirkju
Nýtt vöruhús Bakó Verslunartækni að Draghálsi 22 er nærri 1000m2 og fljótlega varð ljóst að huga yrði að hljóðvist. Skyldi engan undra, enda meðal lofhæð um 8 metrar og rýmið í heild nærri 7000 rúmmetrar.
Hljóðmæling sýndi að meðal ómtími (bergmál) fór yfir 1,7 sekúndu, sem til viðmiðunar er öllu hærra en gerist í Bústaðarkirkju.
Undir þeim kringumstæðum magnast allur hávaði út í eitt og í raun erfitt að halda uppi samræðum, hvað þá sinna lagerstörfum daglangt.
150 Artnovion Moritz Baffle hljóðplötur sem starfsmenn settu sjálfir upp
Hljóðsérfræðingur Exton lagði til að hengdar yrðu upp 150 Artnovion Moritz Baffle hljóðplötur, sem síðar mætti hæglega íhuga að fjölga ef þyrfti. Með í kaupunum fylgi allt sem þurfti til verksins ásamt ráðleggingu um staðsetningu.
Starfsmenn Bakó Verslunartækni sáu sjálfir um framkvæmdina og þannig gat fyrirtækið haldið kostnaði í lágmarki.
Sverrir Viðar Hauksson, framkvæmdastjóri, sagði starfsmenn afar sátta við bætt vinnuumhverfi.
„… jafnvel hægt að hlusta á tónlist án þess að trufla sölumenn fyrirtækisins sem deila sama rými.“
Sverrir Viðar Hauksson