Posted on

Samanburður á viðnámskrafti yfirborðs á náttúrulegu grasi og gervigrasi

Artificial grass from Grienfields

Samanburður á náttúrulegu grasi og gervigrasi

Lausleg þýðing á grein á heimasíðu Ground Force Strength:
Ground Reaction Forces in Sports: Comparing Natural Grass and Artificial Turf
www.groundforcestrength.com

Eitt mikilvægasta atriði sem þrekþjálfari þarf að hafa í huga, sérstaklega í hröðum íþróttum á borð við knattpspyrnu, er hvernig mismunandi yfirborð valla hafa áhrif á hreyfingu, frammistöðu og meiðslahættu. Náttúrulegt gras og gervigras eru tvö algengustu yfirborðin, hvort heldur við æfingar eða keppni. Jafnvel þó yfirborð virðist við fyrstu sýn vera svipað, þá getu munur á viðnámskrafti yfirborðs (GRF) haft veruleg áhrif á frammistöðu íþróttamanna og meiðslahættu.

Fyrir alla íþróttamenn og þjálfara sem vilja hámarka frammistöðu og draga úr meiðslum er lykilatriði að skilja þá krafta sem að baki liggja. Í þessari grein munum við kanna eðlisfræðilegan mun á náttúrulegu grasi og gervigrasi, með sérstaka áherslu á hvernig viðnámskraftur yfirborðs hefur áhrif á hraða, snerpu, þreytu og langtíma heilbrigði íþróttamanna. Með vísun til rannsókna verður skoðað hvernig mismunandi yfirborð hefur áhrif á meiðslatíðni og veita hagnýt ráð um hvernig hámarka megi frammistöðu út frá yfirborðstegund.

Skilgreining á viðmótskrafti yfirborðs

Viðnámskraftur yfirborðs (Ground Reaction Force, GRF) er krafturinn sem jörðin beitir á líkama við snertingu. Í íþróttum er þetta sérstaklega áberandi þegar hlaupið er, stokkið eða snöggar stefnubreytingar eiga sér stað. Í hvert skipti sem fótur íþróttamanns snertir jörð, svarar yfirborðið með gagnstæðum krafti. Þessir kraftar hafa áhrif á hröðun, hemlun, snerpu og stöðugleika – allt lykilþætti hvað frammistöðu varðar.

Styrkur og stefna viðmótskrafts yfirborðs er háð þáttum eins og mýkt yfirborðs, skóbúnaði og líkamlegu atgervi. Þó að GRF sé nauðsynlegt fyrir hreyfingu og viðspyrnu, getur of mikill eða of lítill viðnámskraftur (GRF) leitt til aukins álags á liði og vöðva, sem eykur meiðslahættu. Við skipulagningu æfinga, val á skóbúnaði og til að fyrirbyggja meiðsli er því mikilvægt að hafa í huga mismunandi viðnámskraft yfirborðs í hverju tilfelli.

Viðnámskraftur yfirborðs á náttúrulegu grasi vs. gervigrasi

Helsti munur á náttúrulegu grasi og gervigrasi er hvernig leikvöllur móttekur og endurvarpar krafti til líkama íþróttamannsins. Hér er ítarlegur samanburður:

1. Náttúrulegt gras

Náttúrulegt gras hefur mýkra og sveigjanlegra yfirborð vegna jarðvegsins og rótakerfisins undir því. Þegar íþróttamaður stígur eða lendir á grasinu gefur yfirborðið aðeins eftir, dreifir hluta af kraftinum og minnkar þannig hámarks GRF. Þetta dregur úr álagi á neðri útlimi, sérstaklega hné og ökkla.

Mismunandi aðstæður náttúrulegs grass hafa einnig áhrif á hvernig viðnámskraftur yfirborðs dreifist. Þættir eins og rakastig, hitastig og grasþykkt geta breytt gripi og frásogi krafta. Til dæmis dregur blautt eða leðjukennt gras úr álagi á líkamann en getur takmarkað hraða og stöðugleika. Vel viðhaldið gras veitir jafnvægi milli kraftupptöku og endurgjafar, sem gerir íþróttamönnum kleift að hreyfa sig kraftmikið án sömu meiðslahættu og fylgt getur gervigrasi.

Kostir og gallar náttúrulegs grass:

Kostir:
✅ Lægri hámarks GRF – minni álag á liði og vöðva.
✅ Breytilegt yfirborð – hvetur til fjölbreyttrar vöðvanotkunar og dregur úr álagi vegna endurtekinnar notkunar.
✅ Betri höggdeyfing – hentugt fyrir hreyfingar eins og stökk og snöggar stefnubreytingar.

Gallar:
Ósamræmi ójöfn svæði eða bleyta geta aukið hættu á misstigum.
❌ Minni orkuendurgjöf – dregur úr spretthraða.

2. Gervigras

Gervigras er úr tilbúnum efnum sem líkja eftir útliti og tilfinningu náttúrulegs grass. Vegna þess að yfirborðið er harðara og gefur síður eftir, veldur gervigras almennt hærri hámarks GRF. Yfirborðið frásogar minni kraft og skilar meiri orku til líkama íþróttamannsins við snertingu.

Nútíma gervigras hefur innfyllingarkerfi (gúmmíagnir, sand o.s.frv.) sem miða að því að draga úr stífni yfirborðsins. Þó þetta hjálpi við að draga úr hættunni sem tengist háum GRF, sýna rannsóknir að gervigras veldur meira álagi á líkamann en náttúrulegt gras, sérstaklega í sprengikrafts hreyfingum, s.s. í sprettum eða við skyndilega stefnubreytingu.

Kostir og gallar gervigrass:

Kostir:
✅ Hærri orkuendurgjöf – eykur hraða og snerpu.
✅ Jafnt yfirborð – bætir fyrirsjáanleika hreyfinga.
✅ Endingargott þolir mikla notkun og veðurskilyrði.

Gallar:
❌ Hærri hámarks GRF – veldur meira álagi á liði og sinar.
❌ Auknar meiðslahættur – sér í lagi óbein meiðsl eins og krossbandaslit.
❌ Aukið þrekálag – meira álag á vöðva getur leitt til meiri þreytu.

Hraði, snerpa og þreyta

Hraði og snerpa

Íþróttamenn finna oft fyrir meiri hraða á gervigrasi vegna hærri orkuendurgjafar. Hins vegar fylgir aukin hraði meira líkamlegt álag, sérstaklega við stefnubreytingar. Náttúrulegt gras veitir betri höggdeyfingu og dregur þannig úr álagi á liði og sinar.

Þreyta

Gervigras getur leitt til meiri vöðvaþreytu vegna aukins álags á líkamann yfir lengri tíma. Náttúrulegt gras dreifir álaginu betur og lengir þannig tímann sem íþróttamaður getur haldið uppi hámarks frammistöðu.

Samantekt

Val milli náttúrulegs grass og gervigrass snýst um jafnvægi á milli frammistöðu og öryggis. Gervigras eykur hraða og snerpu en getur aukið meiðslahættu. Náttúrulegt gras er betra fyrir langtíma heilsu íþróttamanns en takmarkar hraða.

Til að hámarka árangur og minnka meiðslahættu er mikilvægt að aðlaga æfingar að yfirborðinu.

Þreytustjórnun

Að spila á gervigrasi getur leitt til aukinnar vöðvaþreytu með tímanum, sérstaklega í neðri útlimum. Stífara yfirborðið eykur álagið á líkamann við langvarandi áreynslu, sem getur valdið fyrr uppsafnaðri þreytu. Rannsókn sem birt var í The American Journal of Sports Medicine sýndi að íþróttamenn sem æfðu og kepptu á gervigrasi upplifðu meiri eymsli í vöðvum og þreytu en þeir sem spiluðu á náttúrulegu grasi. Þessi þreyta stafar að mestu af endurteknum álagsáhrifum á sömu vöðvahópa, þar sem jafnara yfirborð gervigrassins veitir ekki þá náttúrulegu fjölbreytni sem grasið gerir.

Náttúrulegt gras dregur hins vegar almennt úr vöðvaþreytu vegna þess að það dregur í sig meiri kraft í hverju fótaskrefi. Þótt hreyfingar geti verið örlítið hægari, þá lengir mýkra yfirborðið þann tíma sem íþróttamenn geta haldið uppi háu frammistöðustigi. Af þessum sökum getur náttúrulegt gras hentað betur fyrir þolíþróttir eða keppnir sem spanna marga daga, þar sem langvarandi endurheimt vöðva skiptir máli.

Áhættan á meiðslum eftir yfirborði

Mismunur á viðnámskrafti yfirborðs milli náttúrulegs grass og gervigrass hefur bein áhrif á meiðslahættu. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að hættan á óbeinum áverkum, sérstaklega krossbandaslitum (ACL), er meiri á gervigrasi vegna þess að meiri kraftur berst upp í líkamann.

Rannsókn Dragoo o.fl. (2010) sýndi að íþróttamenn sem spiluðu á gervigrasi voru marktækt líklegri til að slíta krossband en þeir sem spiluðu á náttúrulegu grasi. Stífara yfirborðið, ásamt meiri gripi gervigrassins, veldur hærri snúningskröftum á hnéð við snöggar stefnubreytingar, sem eykur hættuna á liðbandaskaða.

Auk þess kemur fótfesting – þar sem fóturinn festist of fast í yfirborðinu – oftar fyrir á gervigrasi. Þetta getur hindrað eðlilega snúning hnés við stefnubreytingar og skyndileg stopp, sem veldur auknu álagi á liðbönd hnjáliðsins. Á náttúrulegu grasi er fóturinn líklegri til að renna eða aðlagast, sem dregur úr hættu á fótfestingu og minnkar þar með meiðslahættu.

Þó ný hönnun gervigrasa miði að því að minnka þessa áhættu með betra gripi og mýkt, er náttúrulegt gras enn talin öruggari kostur í mörgum íþróttagreinum, sérstaklega þeim sem krefjast tíðar snúnings- og stefnubreytinga.

Frammistaða vs. öryggi

Valið á milli náttúrulegs grass og gervigrass snýst um jafnvægi milli frammistöðu og öryggis. Gervigras getur veitt íþróttamönnum forskot í hraða og snerpu vegna meiri viðnámskrafts yfirborðs og stöðugleika, en á móti eykst hættan á meiðslum og þreytu. Á hinn bóginn getur náttúrulegt gras verið örlítið hægara en býður upp á betri höggdeyfingu, sem dregur úr hættu á álagsmeiðslum og eykur líkur á betri frammistöðu íþróttafólks til lengri tíma litið.

Fyrir íþróttamenn sem vilja hámarka frammistöðu en minnka meiðslahættu er lykilatriði að aðlaga æfingar og styrktarþjálfun að því yfirborði sem þeir spila á. Þar getur sérfræðiþekking skipt sköpum.

Hvort sem þú spilar á náttúrulegu grasi eða gervigrasi er lykilatriði að skilja hvernig þessi yfirborð hafa áhrif á líkamann til að hámarka æfingar og frammistöðu. Þjálfarar eiga að leiðbeina þér í gegnum sérsniðnar æfingar sem taka mið af því yfirborði sem þú spilar á, þannig að þú byggir upp styrk, stöðugleika og hreyfigetu til að spila á háu stigi á sama tíma og þú minnkar líkur á meiðslum.

Tilvísanir

  • Dragoo, J. L., Braun, H. J., & Harris, A. H. (2012). The effect of playing surface on the incidence of ACL injuries in National Collegiate Athletic Association American Football. The Journal of Strength & Conditioning Research, 26(11), 3220-3224.
  • Meyers, M. C. (2013). Incidence, mechanisms, and severity of match-related collegiate soccer injuries on FieldTurf and natural grass surfaces: A 5-year prospective study. American Journal of Sports Medicine, 41(10), 2409-2420.
  • Severn, K. A., Fleming, P. R., Trewartha, G., & Mitchell, I. H. (2010). A comparison of lower extremity ground reaction forces during running on different playing surfaces. Journal of Sports Science, 28(7), 724-730.
  • Williams, S., Hume, P. A., & Kara, S. (2011). A review of football injuries on third and fourth generation artificial turfs compared with natural turf. Sports Medicine, 41(11), 903-923.
  • McNitt, A. S., Petrunak, D. M., & Serensits, T. J. (2008). A survey of injuries on natural and artificial playing surfaces in professional soccer players. Journal of Sports Turf Research Institute, 84(4), 263-272.
  • Orchard, J., Chivers, I., Aldous, D., Bennell, K., & Seward, H. (2005). Ryegrass is associated with fewer non-contact ACL injuries than bermuda grass. British Journal of Sports Medicine, 39(10), 704-709.
  • Ekstrand, J., Timpka, T., & Hägglund, M. (2006). Risk of injury in elite football played on artificial turf versus natural grass: A prospective two-cohort study. British Journal of Sports Medicine, 40(12), 975-980.
  • Nedelec, M., McCall, A., Carling, C., Legall, F., Berthoin, S., & Dupont, G. (2013). Recovery in soccer: Part I—Post-match fatigue and time course of recovery. Sports Medicine, 43(9), 909-931.

GreenFields Pure PT

Exton ehf. er umboðsaðili GreenFields á Íslandi, sem er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki og frumkvöðull í gervigrastækni, með víðtæka sérþekkingu varðandi hönnun, framleiðslu, uppsetningu og viðhaldi á gervigrasvöllum fyrir íþróttir.

Pure PT gervigras frá GreenFields er lausn sem er án innfylliefna og óháð veðurfari og vökvun fer ótrúlega nærri eiginleikum náttúrulegs grass hvað grip og viðnámskraft varðar.

 Pure PT er nýjung sem uppfyllir reglugerð KSÍ um keppnisvelli í öllum deildum á Íslandi. Lausn sem uppfyllir FIFA Quality staðalinn. Til að fá völl vottaðan sem FIFA Quality völl þarf að bæta við mulnum olívusteinum í völlin til málamynda, þar til staðlinum hefur verið breytt.

Samanburður á náttúrulegu grasi og gervigrasi grip. Mynd sem sýnir mun á gripi á gervigrasi og náttúrulegu grasi.
Mynd sem sýnir mun á álagi á hné og mjaðmir á gervigrasi og náttúrulegu grasi.

Myndskeiðið sýnir samanburð á gripi milli nátturlegs grasvallar, vallar með hefðbundu fylliefni og Pure PT frá GreenFields

Posted on

Mikil ánægja með NEXO ID hljóðkerfi í nýjum höfuðstöðvum Icelandair

Nýjar höfuðstöðvar Icelandair

Nýverið sameinaði Icelandair starfsemi sína á höfuðborgarsvæðinu í nýjum höfuðstöðvum á Flugvöllum í Hafnarfirði. Þar er m.a. annars að finna nýjan flughermi og viðbótaraðstöðu fyrir þjálfun flugmanna og flugliða, ásamt nýrri skrifstofuaðstöðu með glæsilegum sal og fjölnota rýmum fyrir fundi, kynningar og viðburði. Frammúrskarandi gæði og sveigjanleiki voru tvö af lykilmarkmiðunum við hönnun og uppsetningu þessara kerfa.

Fjölnotasalur í höfuðstöðvum Icelandair

Í öllum rýmum eru QSC-stýringar fyrir stóra LG skjái, WyreStorm myndstýringar, DPA og MiPro hljóðnemar, ásamt myndavélum og hljóðkerfum.

Exton ráðlagði að NEXO ID hljóðkerfalínan yrði valin fyrir öll rými, allt frá stóra samkomusalnum niður í smærri rými og útkoman fór langt fram úr væntingum starfsmanna Icelandair – sama hvort litið sé til hljómgæða, útlits eða kostnaðar við uppsetningu.

Hljóðkerfið í samkomusalnum samanstendur af sex ePS10 hátölurum undir svölum, tveimur NEXO L15 botnum fyrir LF og NEXO NXAMPMk2 kraftmagnara með TD stýringu og DSP hljóðvinnslu:

„Upphafleg kröfulýsing gerði ráð fyrir að nota þyrfti „line array“ hátalara fyrir samkomusalinn, en hermilíkön sýndu að NEXO ePS kerfið hentaði fullkomlega fyrir rýmið og hefði um leið mun minni sjónræn áhrif í svo fallega hönnuðu rými.“

Icelandair notar nú þegar samkomusalinn fyrir stærri og fjölbreyttari viðburði en upphaflega var gert ráð fyrir, með fullvissu um að hljóðkerfið skili því sem þarf undir ólíkum kringumstæðum.

Í öðrum rýmum urðu fyrir valinu NEXO ID14-hátalarar, innfeldir í rimlaloft, ásamt földum IDS108 botnum og nýju NEXO nanoNXAMP kraftmagnararnir með TD stýringu og DSP hljóðvinnslu.

„Ég var einstaklega ánægður með hversu vel ID14 hátalararnir komu út í þessu rými. Talað mál hljómar mjög opið og framúrskarandi skýrt. Í samvinnu við Verkhönnun þróuðum við uppsetningarlausn sem fullnægði kröfum arkitektsins án þess að skerða hljómburð.“

„Jafnvel á lágum hljóðstyrk tryggir IDS botnar hljómmikla dýpt og styðja þannig afar vel við ID14 hátalarana.“

Aðspurður hvort viðskiptavinurinn væri ánægður með útkomuna svaraði Asaf kíminn: „Ég er tiltölulega nýkominn til Íslands og íslenska er enn ekki mín sterkasta hlið. En allir sem heyra hljómgæðin í nýju kerfunum brosa út í eitt og það tungumál skilja allir.“

Okkur hjá Exton var sönn ánægja að koma að þessu verkefni og óskum starfsmönnum Icelandair til hamingju með glæsileg húsakynni.

Add Your Heading Text Here

Posted on

iPad Dame Wall Home 2.0 frá Displine vekur athygli

iPad Dame Wall Home 2.0 frá Displine

iPad Dame Wall Home 2.0 veggfesting sem gælir við augað

iPad Dame Wall Home 2.0 frá Displine vekur athygli fyrir einfaldan glæsilegan stíl og fjölhæfni, hvort sem hún er í eldhúsinu, stofunni eða skrifstofunni – iPad veggfestingin er með snúningseiningu og fellur óaðfinnanlega inn í hvaða rými sem er.

Ramminn í Dame Wall Home 2.0 er ótrúlega nettur og fellur fullkomlega að iPad forminu og kemur með útskiptanlegu Alcantara® innleggi sem auk þess að styðja við bakhlið tækisins, fæst í margvíslegum litum sem fallið geta vel að þínu rými. Fágað hönnunarverk sem uppfyllir allar væntingar nútímalífs og býður upp á stórkostlega lausn fyrir alla sem meta hönnun, virkni og gæði.

Displine hlaut German Designer Award 2025 fyrir Dame Wall Home 2.0 skeri sig úr fyrir nýsköpun, gæði og fagurfræði.

Posted on

Nýstárleg trusskerfi frá HOF

Exton er opniber dreifingaraðili HOF á Íslandi

Nýverið tók Exton við sem opinber dreifingaraðili fyrir vörulínur HOF, þar með talið MLT Pre Rig truss sem eru nýjung hér á landi.

„Með þessu samstarfi höfum við sterkan aðila við okkar hlið til að ýta undir HOF á Íslandi“

Viðbót við vöru- og þjónustuframboð Exton

Vörulínur HOF munu styðja vel við núverandi vöru- og þjónustuframboð hjá Exton. Ekki síst hjá leigudeild Exton sem býr yfir mikilli reynslu og býður upp á sérsniðnar lausnir fyrir viðburðaiðnaðinn – með hágæða búnaði og tækni fyrir viðburði af öllu tagi.

Samstarfið við Exton gerir HOF kleift að staðsetja sig enn betur varðand uppsetningar fyrir hvers lags sýningar og viðburði, allt frá sýningarhöllum og viðburðahúsum til til smærri sviðshúsa og samkomusala.

„Við kunnum að meta nýstárleg trusskerfi HOF sem bjóða upp á fullkomna lausn fyrir stærri viðburði. Háþróuð MLT Pre Rig truss hjálpa sérstaklega til við að lágmarka uppsetningartíma og fyrirhöfn“

MLT Pre Rig, CJS og Excelent Line

Til að byrja með verður áherslan á MLT Pre Rig Truss og hefðbundnum truss-lausnum. Síðar verða CJS og Excellent Line vörumerkin einnig í boði hjá Exton.

Posted on

Tækjaleiga HljóðX uppfærir í grandMA3 light

grandMA3 light frá MA Lighting

Nýtt grandMA3 light ljósaborð afhent til HljóðX

Starfmenn HljóðX hafa langa reynsu af grandMA ljósaborðum frá MA Lighting. Á dögunum tóku Örn Ingólfsson og Ísak Örn Guðmundsson við nýju grandMA3 light borði sem bætist við leigulagerinn hjá HljóðX.

Við hjá Exton óskum þeim til hamingju.

Vinnuhestur

The grandMA3 light console is the work-horse of the range. It provides the perfect combination of power and physical size. The grandMA3 light console is suitable for all but the most demanding productions, making it probably the most versatile lighting console available.

Featuring 60 physical playbacks, 16 assignable x-keys and a dedicated master area the grandMA3 light console provides plenty of playback options.

Huge multi-touch screen real-estate provides instant access to programming tools and is fully configurable to suit individual needs. The two letterbox screens are context sensitive and dedicated to providing feedback and options for the grandMA3 light console playback and encoder hardware.

The grandMA3 light console includes 16 384 control parameters as standard, ensuring that it is the perfect base platform for the world’s most prestigious entertainment lighting applications. The system size is scalable to 250 000 parameters with the use of additional grandMA3 processing units.

The grandMA3 light is compatible with grandMA2 and grandMA3 software. The hardware is ergonomically optimized and can be considered a silent version by default.

Nýtt notendaviðmót með áherslu á hraðari vinnslu

The grandMA3 lighting control consoles offer a fresh user interface with an optimized command area for intuitive and fast access.

The grandMA3 consoles features dual encoders, which provide users with intuitive control of additional features and functions. Feature-mapping of the dual encoders will be customizable, facilitating ease of use and faster programming.

Long-life motorized playback faders are used across the entire grandMA3 console range. The faders incorporate a color-changing light pipe. All playbacks have direct access to button pushes as well as intensity and timing changes thanks to the new rotary RGB backlit encoders.

The grandMA3 operating system is completely new and has been designed to feel more welcoming to fresh converts without alienating existing grandMA programmers. Extensive user feedback has been incorporated to ensure the new functionality address’ the real world needs of the MA family.

Features

  • Real-time control for up to 250 000 parameters per session in connection with grandMA3 processing units
  • 6 DMX outputs, 1 DMX input
  • 2 internal foldable monitor multi-touch screens
  • 2 internal letterbox multi-touch screens
  • 2 internal multi-touch command screens
  • 2 external multi-touch screens can be connected
  • 41 rotary RGB backlit encoder
  • 5 backlit dual encoders
  • 15 backlit motorized 60 mm faders
  • 60 separate playbacks
  • 16 assignable x-keys
  • Integrated keyboard drawer
  • Built-in uninterruptible power supply (UPS)
  • 3 etherCON connectors, 6 USB connectors
  • 2 backlit motorized A/B faders 100 mm
  • Individually backlit and dimmable silent (clickless) keys