
Samanburður á náttúrulegu grasi og gervigrasi
Lausleg þýðing á grein á heimasíðu Ground Force Strength:
Ground Reaction Forces in Sports: Comparing Natural Grass and Artificial Turf
www.groundforcestrength.com
Eitt mikilvægasta atriði sem þrekþjálfari þarf að hafa í huga, sérstaklega í hröðum íþróttum á borð við knattpspyrnu, er hvernig mismunandi yfirborð valla hafa áhrif á hreyfingu, frammistöðu og meiðslahættu. Náttúrulegt gras og gervigras eru tvö algengustu yfirborðin, hvort heldur við æfingar eða keppni. Jafnvel þó yfirborð virðist við fyrstu sýn vera svipað, þá getu munur á viðnámskrafti yfirborðs (GRF) haft veruleg áhrif á frammistöðu íþróttamanna og meiðslahættu.
Fyrir alla íþróttamenn og þjálfara sem vilja hámarka frammistöðu og draga úr meiðslum er lykilatriði að skilja þá krafta sem að baki liggja. Í þessari grein munum við kanna eðlisfræðilegan mun á náttúrulegu grasi og gervigrasi, með sérstaka áherslu á hvernig viðnámskraftur yfirborðs hefur áhrif á hraða, snerpu, þreytu og langtíma heilbrigði íþróttamanna. Með vísun til rannsókna verður skoðað hvernig mismunandi yfirborð hefur áhrif á meiðslatíðni og veita hagnýt ráð um hvernig hámarka megi frammistöðu út frá yfirborðstegund.
Skilgreining á viðmótskrafti yfirborðs
Viðnámskraftur yfirborðs (Ground Reaction Force, GRF) er krafturinn sem jörðin beitir á líkama við snertingu. Í íþróttum er þetta sérstaklega áberandi þegar hlaupið er, stokkið eða snöggar stefnubreytingar eiga sér stað. Í hvert skipti sem fótur íþróttamanns snertir jörð, svarar yfirborðið með gagnstæðum krafti. Þessir kraftar hafa áhrif á hröðun, hemlun, snerpu og stöðugleika – allt lykilþætti hvað frammistöðu varðar.
Styrkur og stefna viðmótskrafts yfirborðs er háð þáttum eins og mýkt yfirborðs, skóbúnaði og líkamlegu atgervi. Þó að GRF sé nauðsynlegt fyrir hreyfingu og viðspyrnu, getur of mikill eða of lítill viðnámskraftur (GRF) leitt til aukins álags á liði og vöðva, sem eykur meiðslahættu. Við skipulagningu æfinga, val á skóbúnaði og til að fyrirbyggja meiðsli er því mikilvægt að hafa í huga mismunandi viðnámskraft yfirborðs í hverju tilfelli.
Viðnámskraftur yfirborðs á náttúrulegu grasi vs. gervigrasi
Helsti munur á náttúrulegu grasi og gervigrasi er hvernig leikvöllur móttekur og endurvarpar krafti til líkama íþróttamannsins. Hér er ítarlegur samanburður:
1. Náttúrulegt gras
Náttúrulegt gras hefur mýkra og sveigjanlegra yfirborð vegna jarðvegsins og rótakerfisins undir því. Þegar íþróttamaður stígur eða lendir á grasinu gefur yfirborðið aðeins eftir, dreifir hluta af kraftinum og minnkar þannig hámarks GRF. Þetta dregur úr álagi á neðri útlimi, sérstaklega hné og ökkla.
Mismunandi aðstæður náttúrulegs grass hafa einnig áhrif á hvernig viðnámskraftur yfirborðs dreifist. Þættir eins og rakastig, hitastig og grasþykkt geta breytt gripi og frásogi krafta. Til dæmis dregur blautt eða leðjukennt gras úr álagi á líkamann en getur takmarkað hraða og stöðugleika. Vel viðhaldið gras veitir jafnvægi milli kraftupptöku og endurgjafar, sem gerir íþróttamönnum kleift að hreyfa sig kraftmikið án sömu meiðslahættu og fylgt getur gervigrasi.
Kostir og gallar náttúrulegs grass:
Kostir:
✅ Lægri hámarks GRF – minni álag á liði og vöðva.
✅ Breytilegt yfirborð – hvetur til fjölbreyttrar vöðvanotkunar og dregur úr álagi vegna endurtekinnar notkunar.
✅ Betri höggdeyfing – hentugt fyrir hreyfingar eins og stökk og snöggar stefnubreytingar.
Gallar:
❌ Ósamræmi – ójöfn svæði eða bleyta geta aukið hættu á misstigum.
❌ Minni orkuendurgjöf – dregur úr spretthraða.
2. Gervigras
Gervigras er úr tilbúnum efnum sem líkja eftir útliti og tilfinningu náttúrulegs grass. Vegna þess að yfirborðið er harðara og gefur síður eftir, veldur gervigras almennt hærri hámarks GRF. Yfirborðið frásogar minni kraft og skilar meiri orku til líkama íþróttamannsins við snertingu.
Nútíma gervigras hefur innfyllingarkerfi (gúmmíagnir, sand o.s.frv.) sem miða að því að draga úr stífni yfirborðsins. Þó þetta hjálpi við að draga úr hættunni sem tengist háum GRF, sýna rannsóknir að gervigras veldur meira álagi á líkamann en náttúrulegt gras, sérstaklega í sprengikrafts hreyfingum, s.s. í sprettum eða við skyndilega stefnubreytingu.
Kostir og gallar gervigrass:
Kostir:
✅ Hærri orkuendurgjöf – eykur hraða og snerpu.
✅ Jafnt yfirborð – bætir fyrirsjáanleika hreyfinga.
✅ Endingargott – þolir mikla notkun og veðurskilyrði.
Gallar:
❌ Hærri hámarks GRF – veldur meira álagi á liði og sinar.
❌ Auknar meiðslahættur – sér í lagi óbein meiðsl eins og krossbandaslit.
❌ Aukið þrekálag – meira álag á vöðva getur leitt til meiri þreytu.
Hraði, snerpa og þreyta
Hraði og snerpa
Íþróttamenn finna oft fyrir meiri hraða á gervigrasi vegna hærri orkuendurgjafar. Hins vegar fylgir aukin hraði meira líkamlegt álag, sérstaklega við stefnubreytingar. Náttúrulegt gras veitir betri höggdeyfingu og dregur þannig úr álagi á liði og sinar.
Þreyta
Gervigras getur leitt til meiri vöðvaþreytu vegna aukins álags á líkamann yfir lengri tíma. Náttúrulegt gras dreifir álaginu betur og lengir þannig tímann sem íþróttamaður getur haldið uppi hámarks frammistöðu.
Samantekt
Val milli náttúrulegs grass og gervigrass snýst um jafnvægi á milli frammistöðu og öryggis. Gervigras eykur hraða og snerpu en getur aukið meiðslahættu. Náttúrulegt gras er betra fyrir langtíma heilsu íþróttamanns en takmarkar hraða.
Til að hámarka árangur og minnka meiðslahættu er mikilvægt að aðlaga æfingar að yfirborðinu.
Þreytustjórnun
Að spila á gervigrasi getur leitt til aukinnar vöðvaþreytu með tímanum, sérstaklega í neðri útlimum. Stífara yfirborðið eykur álagið á líkamann við langvarandi áreynslu, sem getur valdið fyrr uppsafnaðri þreytu. Rannsókn sem birt var í The American Journal of Sports Medicine sýndi að íþróttamenn sem æfðu og kepptu á gervigrasi upplifðu meiri eymsli í vöðvum og þreytu en þeir sem spiluðu á náttúrulegu grasi. Þessi þreyta stafar að mestu af endurteknum álagsáhrifum á sömu vöðvahópa, þar sem jafnara yfirborð gervigrassins veitir ekki þá náttúrulegu fjölbreytni sem grasið gerir.
Náttúrulegt gras dregur hins vegar almennt úr vöðvaþreytu vegna þess að það dregur í sig meiri kraft í hverju fótaskrefi. Þótt hreyfingar geti verið örlítið hægari, þá lengir mýkra yfirborðið þann tíma sem íþróttamenn geta haldið uppi háu frammistöðustigi. Af þessum sökum getur náttúrulegt gras hentað betur fyrir þolíþróttir eða keppnir sem spanna marga daga, þar sem langvarandi endurheimt vöðva skiptir máli.
Áhættan á meiðslum eftir yfirborði
Mismunur á viðnámskrafti yfirborðs milli náttúrulegs grass og gervigrass hefur bein áhrif á meiðslahættu. Rannsóknir hafa ítrekað sýnt að hættan á óbeinum áverkum, sérstaklega krossbandaslitum (ACL), er meiri á gervigrasi vegna þess að meiri kraftur berst upp í líkamann.
Rannsókn Dragoo o.fl. (2010) sýndi að íþróttamenn sem spiluðu á gervigrasi voru marktækt líklegri til að slíta krossband en þeir sem spiluðu á náttúrulegu grasi. Stífara yfirborðið, ásamt meiri gripi gervigrassins, veldur hærri snúningskröftum á hnéð við snöggar stefnubreytingar, sem eykur hættuna á liðbandaskaða.
Auk þess kemur fótfesting – þar sem fóturinn festist of fast í yfirborðinu – oftar fyrir á gervigrasi. Þetta getur hindrað eðlilega snúning hnés við stefnubreytingar og skyndileg stopp, sem veldur auknu álagi á liðbönd hnjáliðsins. Á náttúrulegu grasi er fóturinn líklegri til að renna eða aðlagast, sem dregur úr hættu á fótfestingu og minnkar þar með meiðslahættu.
Þó ný hönnun gervigrasa miði að því að minnka þessa áhættu með betra gripi og mýkt, er náttúrulegt gras enn talin öruggari kostur í mörgum íþróttagreinum, sérstaklega þeim sem krefjast tíðar snúnings- og stefnubreytinga.
Frammistaða vs. öryggi
Valið á milli náttúrulegs grass og gervigrass snýst um jafnvægi milli frammistöðu og öryggis. Gervigras getur veitt íþróttamönnum forskot í hraða og snerpu vegna meiri viðnámskrafts yfirborðs og stöðugleika, en á móti eykst hættan á meiðslum og þreytu. Á hinn bóginn getur náttúrulegt gras verið örlítið hægara en býður upp á betri höggdeyfingu, sem dregur úr hættu á álagsmeiðslum og eykur líkur á betri frammistöðu íþróttafólks til lengri tíma litið.
Fyrir íþróttamenn sem vilja hámarka frammistöðu en minnka meiðslahættu er lykilatriði að aðlaga æfingar og styrktarþjálfun að því yfirborði sem þeir spila á. Þar getur sérfræðiþekking skipt sköpum.
Hvort sem þú spilar á náttúrulegu grasi eða gervigrasi er lykilatriði að skilja hvernig þessi yfirborð hafa áhrif á líkamann til að hámarka æfingar og frammistöðu. Þjálfarar eiga að leiðbeina þér í gegnum sérsniðnar æfingar sem taka mið af því yfirborði sem þú spilar á, þannig að þú byggir upp styrk, stöðugleika og hreyfigetu til að spila á háu stigi á sama tíma og þú minnkar líkur á meiðslum.
Tilvísanir
- Dragoo, J. L., Braun, H. J., & Harris, A. H. (2012). The effect of playing surface on the incidence of ACL injuries in National Collegiate Athletic Association American Football. The Journal of Strength & Conditioning Research, 26(11), 3220-3224.
- Meyers, M. C. (2013). Incidence, mechanisms, and severity of match-related collegiate soccer injuries on FieldTurf and natural grass surfaces: A 5-year prospective study. American Journal of Sports Medicine, 41(10), 2409-2420.
- Severn, K. A., Fleming, P. R., Trewartha, G., & Mitchell, I. H. (2010). A comparison of lower extremity ground reaction forces during running on different playing surfaces. Journal of Sports Science, 28(7), 724-730.
- Williams, S., Hume, P. A., & Kara, S. (2011). A review of football injuries on third and fourth generation artificial turfs compared with natural turf. Sports Medicine, 41(11), 903-923.
- McNitt, A. S., Petrunak, D. M., & Serensits, T. J. (2008). A survey of injuries on natural and artificial playing surfaces in professional soccer players. Journal of Sports Turf Research Institute, 84(4), 263-272.
- Orchard, J., Chivers, I., Aldous, D., Bennell, K., & Seward, H. (2005). Ryegrass is associated with fewer non-contact ACL injuries than bermuda grass. British Journal of Sports Medicine, 39(10), 704-709.
- Ekstrand, J., Timpka, T., & Hägglund, M. (2006). Risk of injury in elite football played on artificial turf versus natural grass: A prospective two-cohort study. British Journal of Sports Medicine, 40(12), 975-980.
- Nedelec, M., McCall, A., Carling, C., Legall, F., Berthoin, S., & Dupont, G. (2013). Recovery in soccer: Part I—Post-match fatigue and time course of recovery. Sports Medicine, 43(9), 909-931.
GreenFields Pure PT
Exton ehf. er umboðsaðili GreenFields á Íslandi, sem er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki og frumkvöðull í gervigrastækni, með víðtæka sérþekkingu varðandi hönnun, framleiðslu, uppsetningu og viðhaldi á gervigrasvöllum fyrir íþróttir.
Pure PT gervigras frá GreenFields er lausn sem er án innfylliefna og óháð veðurfari og vökvun fer ótrúlega nærri eiginleikum náttúrulegs grass hvað grip og viðnámskraft varðar.
Pure PT er nýjung sem uppfyllir reglugerð KSÍ um keppnisvelli í öllum deildum á Íslandi. Lausn sem uppfyllir FIFA Quality staðalinn. Til að fá völl vottaðan sem FIFA Quality völl þarf að bæta við mulnum olívusteinum í völlin til málamynda, þar til staðlinum hefur verið breytt.

