
Exton er opniber dreifingaraðili HOF á Íslandi
Nýverið tók Exton við sem opinber dreifingaraðili fyrir vörulínur HOF, þar með talið MLT Pre Rig truss sem eru nýjung hér á landi.
„Með þessu samstarfi höfum við sterkan aðila við okkar hlið til að ýta undir HOF á Íslandi“
Edwin Duivelaar, útflutnings- og sölustjóri HOF Tweet
Viðbót við vöru- og þjónustuframboð Exton
Vörulínur HOF munu styðja vel við núverandi vöru- og þjónustuframboð hjá Exton. Ekki síst hjá leigudeild Exton sem býr yfir mikilli reynslu og býður upp á sérsniðnar lausnir fyrir viðburðaiðnaðinn – með hágæða búnaði og tækni fyrir viðburði af öllu tagi.
Samstarfið við Exton gerir HOF kleift að staðsetja sig enn betur varðand uppsetningar fyrir hvers lags sýningar og viðburði, allt frá sýningarhöllum og viðburðahúsum til til smærri sviðshúsa og samkomusala.
„Við kunnum að meta nýstárleg trusskerfi HOF sem bjóða upp á fullkomna lausn fyrir stærri viðburði. Háþróuð MLT Pre Rig truss hjálpa sérstaklega til við að lágmarka uppsetningartíma og fyrirhöfn“
Sigurjón Sigurðsson, Exton Tweet
MLT Pre Rig, CJS og Excelent Line
Til að byrja með verður áherslan á MLT Pre Rig Truss og hefðbundnum truss-lausnum. Síðar verða CJS og Excellent Line vörumerkin einnig í boði hjá Exton.